Lífið

Frikki Dór fór á kostum í Ísland Got Talent og frumflutti brot úr nýju lagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Síðasti undanúrslitaþátturinn í Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi en þá komust þau Sindri Freyr og Eva Margrét áfram.

Úrslitaþátturinn verður þann 3. apríl og eru komin sex frábær áfram. Þau atriði berjast um tíu milljónir króna.

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson kom fram í þættinum í gær og fór þar á kostum. Hann frumflutti meðal annars nýtt lag og gerði það einstaklega vel.

Lagið er sem endranær samið með félögum og samverkamönnum Friðriks Dórs, upptökuteyminu Stop Wait Go en það mynda Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson.

„Sko ég var ekki búinn að nefna það þegar ég mætti í þáttinn í gær en Dr. Gunni lagði til að það héti „Dönsum (eins og hálfvitar)“ og ég held að ég fylgi bara hans ráðum í þessu, enda Dr. í tónlistarfræðunum,“ segir Frikki í samtali við Vísi. Lagið er ekki fullunnið og kemur út í heild sinni á næstum dögum.

Flutningur hans fór vel áhorfendaskarann og má sjá hann hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×