Viðskipti innlent

Fríhöfnin greiðir 2,9 milljarða í leigu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verslun Fríhafnarinnar.
Verslun Fríhafnarinnar.
Velta Fríhafnarinnar nam 8,6 milljörðum króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi sem nýlega var birtur í ársreikningaskrá. Hagnaður ársins nam um 17,4 milljónum króna og eignir nema rétt tæplega 1,6 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall er 49,3 prósent.

Hagnaðurinn er umtalsvert minni í fyrra en hann var árið áður en þá nam hann 73 milljónum króna. Í ársreikningnum kemur fram að nýr húsaleigusamningur við Isavia ohf. tók gildi 1. janúar 2015 og gildir hann til ársloka 2018. Þá er Fríhöfnin einnig með húsaleigusamning vegna Dutyfree Fashion.

Gjaldfærð húsaleiga beggja þessara samninga á árinu 2014 nam rúmlega 2.879 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×