Körfubolti

Friðrik Ingi gerði fimm ára samning við Njarðvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson.
Friðrik Ingi Rúnarsson. Vísir/Heiða
Friðrik Ingi Rúnarsson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Njarðvík til næstu fimm ára.

Karfan.is greindi frá þessu í dag en Friðrik Ingi snýr nú aftur í þjálfun eftir að hafa starfað sem framkvæmdarstjóri KKÍ undanfarin ár.

Síðast var hann þjálfari Grindavíkur tímabilið 2005-6 en þá gerði hann liðið að bikarmeisturunum. Hann þekkir vel til í Njarðvík enda búsettur þar.

Njarðvík féll í gærkvöldi úr leik í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla er liðið tapaði fyrir Grindavík í oddaleik. Einar Árni Jóhannsson hefur verið þjálfari liðsins síðustu ár en verður nú yfirþjálfari yngri flokka.

Viðtal við Friðrik Inga má lesa hér, á karfan.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×