Lífið

Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Eurovision-sminkan tók mig í grimma förðun. Henti á mig maskara og öllum pakkanum. Ég hef þá kenningu að hún hafi séð á nafnspjaldinu mínu að ég væri í bakrödd og bara verið að leika sér.“
"Eurovision-sminkan tók mig í grimma förðun. Henti á mig maskara og öllum pakkanum. Ég hef þá kenningu að hún hafi séð á nafnspjaldinu mínu að ég væri í bakrödd og bara verið að leika sér.“ vísir/eurovisiontv
Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. Hópurinn æfði stíft fyrir fyrra rennslið í dag en fékk að því loknu að taka því rólega. Friðrik Dór Jónsson, sem syngur í bakröddum, segir tilhlökkunina að ná hámarki.

„María negldi rennslið í dag þannig að það er ekkert stress í hópnum. Þetta er allt bara mjög jákvætt, mikil tilhlökkun hjá öllum og allir bjartsýnir á að við neglum þetta. Svo kemur bara í ljós hvernig kosningin fer en við erum bjartsýn á gott gengi,“ segir Friðrik Dór í samtali við Vísi, rétt áður en hann hélt í höllina í Vínarborg.

„Við vorum núna bara að fá okkur að borða og erum að labba í höllina þar sem við komum okkur í gallann og eitthvað smink og svona. Lang mesti pakkinn er fram undan hjá stelpunum, hár, förðun og allt þetta,“ bætir hann við.

Friðrik var vel farðaður í gær, líkt og sjá má á þessu myndbandi. Hann segist ætla að biðja um minni förðun í þetta sinn. „Eurovision-sminkan tók mig í grimma förðun. Henti á mig maskara og öllum pakkanum. Ég hef þá kenningu að hún hafi séð á nafnspjaldinu mínu að ég væri í bakrödd og bara verið að leika sér. Það var alveg fínt að prófa þetta en ég hugsa að ég biðji hana um að sleppa því að mála mig svona mikið í kvöld,“ segir hann.


Tengdar fréttir

„Gífurlegur spenningur hjá öllum“

María Ólafsdóttir stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision í Vín í kvöld. Stífar æfingar munu því standa yfir fram að stóru stundinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×