Viðskipti innlent

Friðrik Ársælsson gengur til liðs við Rétt

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/aðsend
Friðrik Ársælsson hefur hafið störf hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners ehf., en hann útskrifaðist með LLM gráðu frá Harvard Law School í vor. Friðrik lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi ári seinna. Hann starfaði hjá embætti sérstaks saksóknara árin 2011-2013 og hjá LOGOS frá 2008 til 2010.

Friðrik stundaði nám við Harvard Law School sem Fulbright og Frank Boas styrkþegi með áherslu á félagarétt, fjármögnun og stjórnarhætti hlutafélaga. Þá er Friðrik stundakennari við Háskóla Íslands og kennir meðal annars í námskeiðunum opinbert markaðseftirlit, og félagaréttur og fjármálamarkaðir á meistarastigi. Friðrik er meðhöfundur bókarinnar Opinbert markaðseftirlit,, sem kom út hjá CODEX bókaútgáfu árið 2012.

Helstu starfssvið Friðriks eru fjármuna- og fyrirtækjaréttur, gjaldþrotaréttur, skaðabótaréttur og stjórnsýsluréttur auk málflutnings og verjendastarfa.

Hjá Rétti starfa nú níu lögmenn og eru eigendur fjórir, þar af tveir með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti en stofan var stofnuð af Sigríði Rut Júlíusdóttur og Ragnari Aðalsteinssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×