Skoðun

Friðardagur Sameinuðu þjóðanna 21. september

Rohan Stefan Nandkisore skrifar
Að minnsta kosti hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki gefið upp alla von um frið. Hverjir eru Sameinuðu þjóðirnar? Það erum við, borgarar þeirra þjóða sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum. Ef til vill telja einhverjir að Ísland sé lítið og gegni veigalitlu hlutverki í gangverki þjóðanna. Í það minnsta, þegar Ban Ki Moon heimsótti Ísland sagði hann Ísland vera friðsömustu þjóðina á jörðu.

Er friður eingöngu fjarvera ofbeldis? Sitjum við bara og bíðum, fylgjumst með fréttum og veltum fyrir okkur hvað verður um okkur í ölduróti þjóðanna? Friður er stöðug framkvæmd og krefst virkrar þátttöku til að varðveita hann og efla. Ég er á móti því að taka við hugmyndum öfgamanna sem segjast vera trúaðir og leyfa þeim að skjóta rótum trúar sinnar hér á landi. Frekar ættum við og getum haft sannfæringu fyrir okkar eigin friðsamlega lífstíl. Til dæmis hefur kristnin aðra viðkomu á Norður-Írlandi en hér á Íslandi. Við getum búist við því sama þegar önnur trúarbrögð koma sér fyrir og aðlagast íslensku samfélagi og íslensku umhverfi.

Kl. 15.00 á Friðardeginum verður athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem trúarleiðtogar munu sameina vatn glas síns við hinna í sameiginlegt ílát. Það táknar að í grunninn erum við það sama og höfum sama markmið sem er samfélag friðar, hamingju og framfara. Allir eru velkomnir og sýnum hvers vegna Ísland er friðsamasta þjóð á jörðu. Sameinuðu þjóðirnar hafa látið okkur í té merki sitt svo við getum með stolti notað það og látið aðra horfa til okkar svo við þurfum ekki að horfa annað.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×