Freyr um öll meiđslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann

 
Fótbolti
19:00 14. MARS 2017

Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.  

Margir af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins eru meiddir og óvíst hve margir sem nú eru á sjúkralistanum verða með í Evrópukeppninni í Hollandi í sumar.

Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen slitu báðar krossbönd í hné gegn Norðmönnum á Algarve-mótinu fyrir rúmri viku.  Fjölmargir aðrir leikmenn glíma við meiðsli.

„Þetta eru áföll sem dynja yfir okkur núna og þetta er ekki staða sem við vildum vera í að missa tvo leikmenn í krossbandaslit í leiknum á móti Noregi. Það var mikið sjokk. Við vorum ekki búin að fá þetta staðfest strax en þegar við fengum þetta staðfest þá var þetta eins og að vera kýldur í magann og þá fyrst og fremst fyrir leikmennina,“ segir Freyr.

„Sandra María á möguleika á að ná Evrópumótinu en hann er lítill. Hún er að gera allt sem hún þarf að gera til að ná mótinu. Dóra María verður ekki meira með og það er gríðarleg blóðtaka fyrir utan allt hitt,“ segir Freyr.

Illa gengur að greina meiðsli Dagnýjar Brynjarsdóttur. Freyr er bjartsýnn að Hólmfríður Magnúsdóttir jafni sig af meiðslum.  Margrét Lára Viðarsdóttir fór í aðgerð rétt fyrir jól.

„Ég hef mikla trú á því að Margrét Lára verði á góðum stað á réttum tíma og hver vika er mjög dýrmæt fyrir hana. Það er óþægilegt að það hefur verið erfitt að greina meiðsli Dagnýjar og þar af leiðandi erfitt að finna rétt meðferðarúrræði. Hún er komin til Bandaríkjanna og er í góðum höndum þar. Hún er í kappi við tímann varðandi aprílverkefnið,“ segir Freyr.

Það má finna alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Freyr um öll meiđslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann
Fara efst