Fótbolti

Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Sviss, 2-0, í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. Bæði mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.

„Það var margt jákvætt í leiknum. Við lögðum upp á þessum tveimur æfingum að fara yfir lágpressu sem við vorum ekki nógu ánægð með í síðustu undankeppni og þurfum að bæta fyrir næstu,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í viðtali við KSÍ eftir leik.

Hann var ánægður með spilamennskuna og varnarleikinn sem var betri en áður gegn Sviss.

„Þær opna okkur aldrei í leiknum sem eru framfarir frá síðustu leikjum á móti þeim. Svo skora þær úr víti sem var heldur betur ódýrt. Auðvitað vildum við vinna og fá betri úrslit en samt sem áður tökum við það góða úr frammistöðunni; varnarleikinn og fín færi.“

Næsti leikur er gegn Noregi: Við munum aðeins breyta leiknum á móti Noregi og blanda hápressu og lágpressu. Hápressan okkar er góð og við munum blanda þessu betur í þeim leik,“ sagði Freyr Alexandersson.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×