Íslenski boltinn

Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu

Stelpurnar eiga að vinna auðveldlega í dag.
Stelpurnar eiga að vinna auðveldlega í dag. Mynd/KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem vann Ísrael, 1-0, um síðustu helgi.

Guðbjörg Gunnarsdóttir kemur í markið fyrir ÞóruHelgadóttur en einnig fara út þær MistEdvardsdóttir, HallberaGuðnýGísladóttir, ÞórunnHelgaJónsdóttir og ElísaViðarsdóttir.

Í þeirra stað koma inn í liðið Ólína G. Viðarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, KatrínÓmarsdóttir og RakelHönnudóttir.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri bakvörður: Ólína Viðarsdóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir

Tengiliðir: Katrín Ómarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Rakel Hönnudóttir

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir


Tengdar fréttir

Erum sterkari en Malta á öllum sviðum

„Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×