Sport

Freyr formaður sat með fjölskyldu og þjálfara heimsmetshafans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayde van Niekerk og Usain Bolt unnu báðir Ólympíugull í gær. Það fyrsta hjá Wayde van Niekerk en það sjöunda hjá Bolt.
Wayde van Niekerk og Usain Bolt unnu báðir Ólympíugull í gær. Það fyrsta hjá Wayde van Niekerk en það sjöunda hjá Bolt. Vísir/Getty
Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, er mættur til Ríó til að fylgjast með sínu fólki en bæði Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir keppa í þessari viku.

Freyr skellti sér á Ólympíuleikvanginn í gær eins og fleiri en þá fór fram þriðji keppnisdagurinn í frjáslum íþróttum á leikunum.

Usain Bolt skrifaði söguna í gær með því að vinna 100 metra hlaup karla á þriðju leikunum í röð en áður hafði Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk bætti 17 ára gamalt heimsmet Bandaríkjamannsins Michael Johnson.

Wayde van Niekerk kom í mark á 43,03 sekúndum en gamla heimsmet Michael Johnson frá 1999 var hlaup upp á 43,18 sekúndur.

Það var tilfinningarrík stund þegar Wayde van Niekerk fór til fjölskyldu sinnar eftir hlaupið og var þar faðmaður og kysstur í bak og fyrir.

„Þvílíkt og annað eins kvöld sem ég upplifði í Ríó í kvöld. Nýtt heimsmet í 400m hlaupi karla og Usain Bolt var önnur stjarna kvöldsins þegar hann vann 100m hlaupið. Það gerði upplifunina enn magnaðari að sitja rétt við rásmarkið í 100m, með fjölskyldu og þjálfara heimsmetshafans í 400m. Vá!!!," skrifaði Freyr inn á fésbókarsíðu sína.

Wayde van Niekerk hefur unnið þessa grein á tveimur síðustu heimsmeistaramótum en þetta voru hann fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum.

Frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna hefur byrjað frábærlega og Freyr og allir hinir eiga örugglega von á áframhaldandi veislu á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×