Íslenski boltinn

Freyr fékk nýjan tveggja ára samning hjá KSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. Vísir/Valli
Freyr Alexandersson verður áfram þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en hann hefur gert nýjan tveggja ára samning við KSÍ og mun í það minnsta stýra liðinu út undankeppni EM 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Freyr tók við landsliðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni í ágúst 2013. Íslenska liðið komst ekki upp úr sínum riðli í undankeppni HM 2015 en vann engu að síðustu 8 af 12 leikjum sínum á árinu 2014.

KSÍ gerði einnig nýja samninga við Ásmund Haraldsson, aðstoðarþjálfara,  og Ólaf Pétursson, markvarðaþjálfara, um að vera Frey áfram innan handar.

Framundan hjá kvennalandsliðinu er undankeppni EM 2017 en riðlakeppnin hefst á næsta ári en dregið verður í riðla í apríl.  Að þessu sinni munu sextán þjóðir komast í úrslitakeppnina, hafa verið tólf hingað til, en tilkynnt verður um það nú í desember hvar hún verður haldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×