Íslenski boltinn

Freyr: Vona að Oddur Helgi hafði rétt fyrir sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, segist vona fyrir hönd dómara leiksins gegn Stjörnunni í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld að ákvarðanir Odds Helga Guðmundssonar, annars aðstoðardómara leiksins, hafi verið réttar.

Stjarnan vann í vítaspyrnukeppni eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var jöfn, 1-1.

Í síðari hálfleik skoraði Leiknir mark sem var dæmt af. Amath Diedhiou átti fyrirgjöf inn í teig þar sem þrír Leiknismenn biðu átekta og skoraði einn þeirra mark. Þá var Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, búinn að flauta eftir merki Odds Helga um að boltinn hafi verið farinn út af þegar Diedhiou gaf sendinguna sína.

Freyr segist hafa fengið skilaboð um að ákvörðun Odds Helga hafi verið röng.

„Minn leikmaður að það sé ekki séns að boltinn hafi ekki verið farinn út af. En ég vona hans vegna [Odds Helga] að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. Annars væri það mjög svekkjandi,“ sagði Freyr við Vísi eftir leikinn í kvöld.

Oddur Helgi komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar hann dæmdi að því er virtist tvö lögleg mörk af Breiðabliki í leik liðsins gegn Keflavík í sumar. Þeim leik lyktaði með jafntefli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×