Íslenski boltinn

Freyr: Við þurfum fleiri verkefni fyrir U23 ára liðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
U23 ára liðið fékk leik gegn Póllandi í dag.
U23 ára liðið fékk leik gegn Póllandi í dag. vísir/ernir
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, framlengdi samning sinn við KSÍ um tvö ár í gær og heldur því áfram að þjálfa stelpurnar eftir EM í Hollandi á næsta ári en óvíst var hvað tæki við hjá Frey eftir mótið.

„Ég er að biðja leikmenn um að skuldbinda sig þannig að ég vil sjálfur læsa mig niður og hætta öllum vangaveltum. Ég vil setja fordæmi fyrir stelpurnar og vera heill gagnvart þeim,“ segir Freyr.

Hlutverk Freys stækkar því hann mun einnig sjá um U23 ára landsliðið sem hann hefur lengi viljað sjá fá fleiri verkefni til að minnka bilið á milli U19 ára liðsins og sjálfs A-landsliðsins.

„Við settum það í sameiningu í samninginn að ég hef umsjón með þessu verkefni þannig að þetta er ekki fjárhagslegur auka­baggi á KSÍ. Ég hef verið talsmaður þess að fá fleiri verkefni fyrir U23 ára liðið en það sjá allir sem eru innviklaðir í íslenskan fótbolta að þetta er eitthvað sem við þurfum að gera til að taka næsta skref,“ segir Freyr Alexandersson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×