Erlent

Fréttu af alnæmi elskhugans í jarðarförinni

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Rúmeníu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Rúmeníu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Fjölmargar fyrrum ástkonur Daniel Decu, tóku andköf í jarðarför hans þegar þær fréttu af því að hann hefði verið verið greindur með alnæmi.

Í frétt Mirror kemur fram að fjörutíu ungar konur hið minnsta, í rúmenska bænum Segarcea, hafi farið í HIV-próf eftir að fréttir bárust af smiti hins 24 ára Decu. Að minnsta kosti tvær þeirra hafa nú greinst með HIV-veiruna.

Þrátt fyrir að Decu hafi lifað um tíma með alnæmi var það fyrst að lokinni krufningu sem fréttir bárust af smiti hans.

Heimilislæknir í bænum vissi af alnæmi Decu en dóttir læknisins hafði verið í sambandi með Decu. Læknirinn reyndi að vekja athygli bæjarbúa á því að Decu væri HIV-smitaður. Móðir Decu hótaði lækninum hins vegar lögsókn á móti.

Yfirvöld kanna nú hvort höfða beri mál á hendur móður Decu og öðrum sem vissu af ástandi Decu en létu ekki aðra mögulega smitaða vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×