Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Andrúmsloftið þrungið spennu og óvissu

Hrund Þórsdóttir skrifar
Þorfinnur Ómarsson flytur fréttir af stemmningunni í Brussel, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Þorfinnur Ómarsson flytur fréttir af stemmningunni í Brussel, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Andrúmsloft í belgísku borginni Brussel er þrungið spennu og óvissu þessa dagana vegna hryðjuverkaógnar sem þar er talin yfirvofandi. Lestarkerfi eru nú lokuð þriðja daginn í röð og í dag hefur allt skólahald legið niðri. Ýmsar verslanir eru lokaðar og margir vinnustaðir hvetja starfsmenn til að sinna vinnu sinni að heiman.

Þorfinnur Ómarsson, sem býr í Brussel, hefur verið á ferð um borgina í dag og í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 fjallar hann um ástandið á staðnum. Fréttirnar verða, eins og alltaf, í opinni dagskrá.


Tengdar fréttir

Brussel enn í herkví

Forsætisráðherra Belgíu sagði í gær að hættustig héldi áfram í dag. Öllum skólum í Brussel var lokað í morgun. Grunaðra hryðjuverkamanna er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×