Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Í fréttum Stöðvar tvö verður fjallað um stærstu undirskriftasöfnun Íslandssögunnar sem var afhent forsætisráðherra í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Írak eftir að þúsundir manna ruddust inn í þinghús landsins til að mótmæla spillingu.

Samtök atvinnulífsins segja að vegakerfi landsins liggi undir skemmdum vegna skorts á viðhaldi. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir fjármálaáætlun stjórnvalda og telur að hún auki á ójöfnuð í samfélaginu.

Þá verður sagt frá skrúðreið hestamanna í miðborg Reykjavíkur þar sem fjallkonan fór fremst í flokki.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan hálf sjö á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×