Innlent

Fréttir Stöðvar 2: Fordómar vegna fóstureyðinga

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður rætt við konu sem gekkst undir fóstureyðingu á 21. viku þegar ljóst var að barn hennar yrði alvarlega fatlað. Hún segir það erfiðustu ákvörðun sem hún hafi tekið. 

Sónarskoðun leiddi í ljós alvarlega stökkbreytingu í fóstrinu, eða brottfall á litningi fimm. Slíkur fósturgalli leiðir til misalvarlegrar fötlunar eftir því hve brottfallið er mikið. Í tilfelli konunnar var það mjög mikið og ákvað hún að binda endi á meðgönguna.

Konan varð þunguð á ný nokkru síðar og ól heilbrigt barn. Barnsmissirinn er þó lífsreynsla sem hún skilur aldrei við sig. Hún segir erfitt að gefa ráð til verðandi foreldra sem standi frammi fyrir sama vali og hún. 

Verðandi foreldrar sem þurfa að binda endi á meðgöngu vegna fósturgalla finna fyrir skilningsleysi og fordómum í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk gætir þess að beita verðandi foreldra ekki þrýstingi um hvað sé rétt að gera í stöðunni þegar alvarlegur fósturgalli greinist á meðgöngu. 

Í fréttatímanum verður jafnframt rætt við fæðingalækni sem hefur reynslu af því að veita foreldrum í þessari aðstöðu ráðgjöf. 

Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá kl. 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×