Fótbolti

Fréttamaður BBC: Chapecoense afþakkar líklega þjónustu Eiðs Smára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári og Ronaldinho voru samherjar hjá Barcelona en spila líklega ekki saman hjá Chapecoense.
Eiður Smári og Ronaldinho voru samherjar hjá Barcelona en spila líklega ekki saman hjá Chapecoense. vísir/getty
Brasilíska knattspyrnufélagið Chapecoense, sem missti nánast alla sína leikmenn og þjálfara í flugslysi í Kólumbíu í síðustu viku, mun að öllum líkindum afþakka boð Eiðs Smára Guðjohnsen um að leika með liðinu.

Þetta fullyrðir Tim Vickery, fréttamaður BBC og sérfræðingur um knattspyrnu í Suður-Ameríku. Orðin lét hann falla á útvarpsstöðinni BBC Radio 5 Live.



Eiður Smári, Ronaldinho og Juan Roman Riquelme eru í hópi þeirra knattspyrnumanna sem munu hafa boðið fram þjónustu sína fyrir félagið á þessum erfiðu tímum. Eiður Smári gerði það á Twitter-síðu sinni.





Vickery segir að forráðamenn Chapecoense hafi ekki áhuga á að fara þessa leið til að byggja upp lið sitt á nýjan hátt. Forráðamenn félagsins séu þó afar þakklátir fyrir velvildina.

„Þeir þurfa að koma sínu verkefni á fót, með stjórninni og öllum starfsmönnum. Þeir þurfa að vita hvers konar liði þeir vilja byggja upp. Eins og er virðast þeir ekki hafa áhuga á boðum þekktra knattspyrnustjarna en eru afar, afar þakklátir fyrir allan þann stuðning sem félaginu hefur verið sýnt.“

Hér fyrir neðan má hlusta á Vickery ræða um Ivan Tozzo, varaforseta Chapecoense, sem ferðaðist ekki með liðinu og hefur tekið að sér forystuhlutverk í að byggja upp félagið á nýjan leik.






Tengdar fréttir

Brasilía og Kólumbía spila góðgerðarleik fyrir Chapecoense

Búið er að setja á vináttulandsleik á milli Brasilíu og Kólumbíu í lok janúar þar sem allur ágóði mun renna til fjölskyldna fórnarlamba flugslyssins í Kólumbíu þar sem meirihluti leikmanna brasilíska liðsins Chapecoense lést.

Forstjóri flugfélagsins handtekinn

Yfirvöld í Bólivíu hafa handtekið forstjóra flugfélagsins sem átti vélina er hrapaði í Kólumbíu með brasilíska fótboltaliðið Chapecoense innanborðs.

Ronaldinho hvattur til að spila með Chapecoense

Í dag hófst herferð á samfélagsmiðlum þar sem brasilíska goðsögnin Ronaldinho er hvattur til þess að ganga í raðir Chapocoense sem missti sína leikmenn í flugslysinu í Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×