Fótbolti

Fréttakona Fox um 99,8 prósent áhorf: "Hvað voru hin 0,2 prósentin að gera?“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hvar voru hin 0,2 prósentin?
Hvar voru hin 0,2 prósentin? mynd/skjáskot
Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í fótbolta hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar en fjallað er um þessi óvæntu úrslit í nánast öllum fjölmiðlum heims.

Christiane Amanpour, ein allra virtasta fréttakona heims sem margir þekkja úr 60 Mínútum, tók sigurinn fyrir í fréttaþætti sínum á CNN en myndband af því má sjá hér neðst í fréttinni.

Sigurinn magnaði hjá strákunum okkar var einnig tekinn fyrir á fótboltastöð bandaríska sjónvarpsrisans Fox Soccer þar sem fullyrt er að áhorf á leikinn á Íslandi hafi verið 99,8 prósent.

Hvort það sé rétt eða ekki spurði fréttakona Fox kannski réttilega: „Hvað voru hin 0,2 prósentin að gera?“

Bæði innslögin má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

Fox Soccer: CNN:

Tengdar fréttir

Hannes: Ég er stoltur Halldórsson

Hún var eftirminnileg stundin þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, fór og faðmaði föður sinn í stúkunni á Allianz Riviera leikvanginum í Nice eftir á Íslandi hafði unnið England í sextán liða úrslitunum á EM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×