Lífið

Fréttakona á Fox News er ný tengdadóttir Trumps

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kimberly Guilfoyle.
Kimberly Guilfoyle. Vísir/getty
Kimberly Guilfoyle fréttakona á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News hefur sagt starfi sínu lausu til að fylgja kærasta sínum, Donald Trump yngri, í kosningabaráttu fyrir bandarísku þingkosningar í haust. CNN greinir frá þessu.

Samkvæmt heimildarmönnum fréttastofunnar mun Guilfoyle að öllum líkindum hefja störf hjá samtökunum America First Policies. Markmið samtakanna er að koma stefnumálum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á framfæri við kjósendur.

Guilfoyle og Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, eru tiltölulega nýbyrjuð saman. Sá síðarnefndi skildi við eiginkonu sína, Vannesu Haydon, fyrr á þessu ári en þau eiga saman fimm börn.

Guilfoyle er lögfræðimenntuð og starfaði sem aðstoðarhéraðssaksóknari í San Fransisco skömmu eftir aldamót. Hún er einn stjórnenda umræðuþáttarins The Five sem sýndur er á Fox News. Hún á eitt barn úr fyrra hjónabandi.

Donald Trump yngri og Vanessa Haydon þegar allt lék í lyndi.Vísir/Getty

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×