Erlent

Fréttabann eftir sprengjuárás

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Tyrkneskir lögreglumenn varir um sig á vettvangi í gær.
Tyrkneskir lögreglumenn varir um sig á vettvangi í gær. vísir/epa
Tveir menn létu lífið þegar bílsprengja sprakk fyrir utan dómhús í borginni Izmir á Tyrklandi í gær. Annar þeirra var lögreglumaður en hinn starfsmaður dómstólsins.

Að auki féllu tveir menn fyrir skotum frá lögreglu, sem segir að þar hafi verið á ferð þeir sem gerðu árásina. Tyrkneskum fjölmiðlum hefur hins vegar verið bannað að fjalla frekar um þessa árás. Ekki er vika liðin frá því að maður myrti 39 og særði nærri 70 í Istanbúl.

Á síðasta ári féllu 275 manns í hryðjuverkaárásum í Tyrklandi og meira en þúsund manns særðust. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×