Erlent

Frestur til að ná samkomulagi við Írana framlengdur

Bjarki Ármannsson skrifar
Fundað er í Lausanne í Sviss.
Fundað er í Lausanne í Sviss. Vísir/AFP
Frestur til að semja um kjarnorkuáætlun Írana hefur verið framlengdur og munu viðræður halda áfram út í nóttina.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að nægur árangur hafi náðst í viðræðunum til að réttlæta það að fresturinn sé framlengdur. Þó eigi enn eftir að ræða mörg erfið ágreiningsefni.

„Viðræðunum lýkur þegar lausnir liggja fyrir,“ er haft eftir Hamíd Baídínetsjad, samningamanni Írana, á vef BBC. „Við erum ekki með augað á klukkunni.“

Fulltrúar Bandaríkjanna, Þýskalands, Rússlands, Bretlands, Kína og Frakklands vinna nú að því að ná samkomulagi við Írana en vilja þó tryggja að Íranar þrói ekki kjarnorkuvopn. Íranar neita því að hafa slíkt í hyggju og segja áætlun sína vera í friðsamlegum tilgangi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×