Erlent

Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf

Atli Ísleifsson skrifar
Súrnun sjávar mun hafa gríðarleg áhrif á þorskstofninn.
Súrnun sjávar mun hafa gríðarleg áhrif á þorskstofninn. Vísir/Getty
Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni.

Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. Til að mynda gæti þetta haft gríðarleg áhrif á þorskstofninn, segja vísindamennirnir og spá því að þorskstofnar gætu minnkað niður í fjórðung af því sem nú er, eða jafnvel meira, allt niður í einn tólfta af núverandi stofnstærð.

Í frétt BBC kemur fram að rannsóknin hafi verið unnin af BIOACID verkefninu, sem stýrt er frá Þýskalandi, en notið aðstoðar vísindamanna víða um heim.

Skýrslan verður gerð opinber í næsta mánuði á lofstslagsráðstefnu í Bonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×