Erlent

Fregnir af byssumanni í flotastöð í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan er með mikiin viðbúnað við flotastöðina.
Lögreglan er með mikiin viðbúnað við flotastöðina. Vísir/EPA
Fregnir bárust af skothríð í elstu flotastöð Bandaríkjanna í Washington D.C um tólf leytið. Talið var að byssumaður færi um svæðið og var stöðinni lokað. Þyrlur og fjöldi lögreglumanna voru sendir á vettvang.

Nú segir lögreglan að um gabb hafi verið að ræða. Enginn byssumaður hefur fundist né byssur eða sprengjur.

Í sama húsi og byssumaðurinn átti að vera, myrti maður tólf manns í september 2013. Sá var skotinn til bana af lögreglu. Sá maður tengdist ekki hryðjuverkastarfsemi og átti við geðræn vandamál að stríða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×