FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

David Bowie sigurvegari Brit-verđlaunahátíđarinnar

LÍFIĐ

Franskur sigur í Amsterdam

 
Fótbolti
21:50 25. MARS 2016
Frakkar fagna marki Oliiver Giroud í kvöld.
Frakkar fagna marki Oliiver Giroud í kvöld. VÍSIR/GETTY

Frakkland vann Holland, 3-2, í vináttulandsleik liðanna í Amsterdam í kvöld.

Hlé var gert á leiknum á 14. mínútu til að minnast Johan Cruyff, sem lést í gær, eins og lesa má um hér.

Sjá einnig: Minningarstund í miðjum leik | Myndir

Antoine Griezmann kom Frökkum yfir strax á sjöttu mínútu með marki úr aukaspyrnu og Olivier Giroud tvöfaldaði forsytuna á þrettándu mínútu.

Hollendingar náðu þó að jafna metin með mörkum Luuk de Jong og Ibrahim Affelay í síðari hálfleik en jöfnunarmarkið kom á 86. mínútu.

Aðeins tveimur mínútum síðar náði hins vegar Blaise Matuidi að tryggja Frökkum sigur.

Nokkrir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld. Ciaran Clark tryggði til að mynda Írum 1-0 sigur á Sviss en mark hans kom strax á annarri mínútu.

Úrslit kvöldsins:
Armenía - Hvíta-Rússland 0-0
Lúxemborg - Bosnía 0-3
Slóvakía - Lettland 0-0
Írland - Sviss 1-0
Holland - Frakkland 3-2


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Franskur sigur í Amsterdam
Fara efst