Erlent

Franskur bolabítur hræddi tvo birni á brott

Atli Ísleifsson skrifar
Varðhundurinn Jewel tekur hlutverk sitt mjög alvarlega.
Varðhundurinn Jewel tekur hlutverk sitt mjög alvarlega.
Um níu kílóa franskur bolabítur hræddi tvo birni á brott eftir að þeir höfðu komið sér inn á verönd heimilis hundsins í Kaliforníu á föstudag.

Myndband náðist af atburðinum úr öryggismyndavél og segir eigandi hundsins að svo virtist sem hundurinn hafi breyst í úlfynju þegar gelti sem óður væri þannig að birnirnir flúðu af vettvangi.

David Hernandez, eigandi hundsins Jewel, segir að hann hafi komið upp öryggismyndavélum við heimilið eftir að birnir tóku að skemma eignir á lóðinni.

Í frétt Huffington Post segir að áætlað sé að birnirnir séu um 45 kíló hver, en þeir eru tíðir gestir í bænum Monrovia þar sem Jewel býr ásamt eiganda sínum.

 

MUST WATCH: Two 100-pound bears stroll up to a house in California only to instantly regret their decision when they come face-to-face with all 20 pounds of a feisty French Bulldog.

Posted by WSBT-TV on Sunday, 4 October 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×