Menning

Franskt barokk í Skálholti

Veislan hefst með tónleikum Nordic Affect í kvöld.
Veislan hefst með tónleikum Nordic Affect í kvöld.
Þessa vikuna verður frönsk barokkveisla á Sumartónleikum í Skálholti í boði Nordic Affect. Tónleikar þeirra eru í kvöld klukkan 20 og verða síðan endurteknir á laugardaginn, 12. júlí, klukkan 17.



Um helgina má einnig heyra verk eftir danska tónskáldið Hanne Tofte Jespersen, sem er samstarfsverkefni hennar við Kammerkór Suðurlands, tónlistarhópinn Music for the Mysteries og Maríu Ellingsen leikkonu. Verkið byggist á gamalli keltneskri sögu um engilinn Melangell og verður flutt á laugardaginn klukkan 15 og sunnudaginn klukkan 15. Á undan tónleikunum á laugardaginn, klukkan 14, mun Hanne Tofte Jespersen fjalla um tónsmíðina og kynna fyrir tónleikagestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×