Menning

Franskt, þýskt og íslenskt efni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðný hefur verið organisti við Fella- og Hólakirkju í nokkur ár en færir sig yfir í Hjallakirkju 1. september.
Guðný hefur verið organisti við Fella- og Hólakirkju í nokkur ár en færir sig yfir í Hjallakirkju 1. september. Vísir/Stefán
„Þetta er blandað prógramm, frönsk, þýsk og íslensk tónlist frá ýmsum tímum, allt frá 17. öld og fram á okkar daga,“ segir Guðný Einarsdóttir organisti um verkin sem hún leikur á hádegistónleikunum í Hallgrímskirkju í dag, 16. júlí.

Þar á hún við  Magnificat eftir Matthias Weckmann, Prélude, fugue et variation eftir César Franck og Tokkötu eftir Jón Nordal.

Hún segir ekkert erfitt að sitja inni að æfa stór orgelverk þótt sólin skíni úti.

„Ég reyni að blanda saman útivist og æfingunum,“ segir hún glaðlega. „Hjólaði til dæmis í morgun úr Mosfellsbænum niður í Hallgrímskirkju til að njóta sólar og fylla lungun af lofti.“

Tónleikarnir eru hluti af Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju 2015. Þeir hefjast klukkan 12 á hádegi og miðaverð er 2.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×