Erlent

Franskir læknar geta nú tekið líffæri úr látnum án sérstakrar heimildar

Atli Ísleifsson skrifar
Aðstandendur látinna gefa ekki neitað læknum um að taka líffæri úr látnum.
Aðstandendur látinna gefa ekki neitað læknum um að taka líffæri úr látnum. Vísir/Getty
Ný lög í Frakklandi sem tóku gildi um áramót gera ráð fyrir að allir látnir vilja vera líffæragjafar.

Samkvæmt lögunum þurfa allir þeir sem ekki vilja gefa líffæri sín að sér gengnum að skrá það sérstaklega hjá yfirvöldum á meðan þeir eru enn í hópi lifenda.

Í frétt SVT um málið segir að aðstandendur látinna verði framvegis ekki heimilt að neita læknum um að taka líffæri úr látnum og græða í annað fólk.

Frönsk stjórnvöld eru með lagabreytingunni að bregðast við viðvarandi skorti á skráðum líffæragjöfum.

Vilji menn á Íslandi gefa líffæri sín, falli þeir frá, þarf að skrá sig sérstaklega á vef landlæknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×