Lífið

Franska kvenþjóðin myndi dást að mér

Freyr Bjarnason skrifar
Átta liða úrslit í hinni spurningakeppni framhaldsskólanna, Hvert í ósköpunum er svarið?, hefjast hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Bravó með viðureign Flensborg og FB.

Umsjónarmaðurinn Níels Thibaud Girerd segir að keppnin hafi gengið vel síðan hún hóf göngu sína í haust. „Nú hef ég haft miklar áhyggjur af greindarvísitölu framhaldsskólanema hér á landi en mér til mikillar undrunar eru bráðklókir nemendur hérna og einstaklega gaman að fá að spyrja þá spjörunum úr,“ segir Nilli, sem semur allar spurningarnar sjálfur.

„Allt kemur þetta úr ótæmandi fróðleiksbrunni mínum enda hef ég hingað til verið talinn einstaklega klár maður,“ bætir hann við. „Hvað varðar kvenþjóðina þá hefur hún dáðst mikið að þessum gáfum mínum en franska kvenþjóðin, frá mínu föðurlandi, myndi eflaust dást að mér ef hún myndi skilja mig.“

Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og lífskúnstner, samdi reyndar eina spurningu fyrir fyrstu viðureignina, sem verður sýnd á Bravó í kvöld og kemur í sýningu hér á Vísi á morgun.

Aðrir skólar sem munu eigast við næstu þrjú fimmtudagskvöld eru Kvennaskólinn og Borgarholtsskóli, FSU og Verslunarskólinn og loks MH gegn MR.

Hægt er að skoða alla þættina á slóðinni visir.is/nilli.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×