Erlent

Frans páfi fordæmir öfgamenn

Bjarki Ármannsson skrifar
Tugþúsundir Albana hlýddu á erindi trúarleiðtogans.
Tugþúsundir Albana hlýddu á erindi trúarleiðtogans. Vísir/AFP
Frans páfi fordæmdi öfgamenn um heim allan í messu sinni í Tírana, höfuðborg Albaníu í gær. Sagði hann þá „snúa út úr“ trúarbrögðum til þess að réttlæta ofbeldi sitt, en talið er að orðum hans hafi verið beint að herskáum meðlimum Íslamska ríkisins.

Tugþúsundir Albana hlýddu á erindi trúarleiðtogans en hann lofaði einnig friðsæla sambúð ólíkra trúarhópa í landinu. Meirihluti íbúa Albaníu er íslamstrúar en þar býr einnig talsverður fjöldi kristinna manna.

Að sögn páfans vildi hann heimsækja Albaníu vegna þess hve mikið landið hefur þjáðst. Enver Hoxha, fyrrverandi einræðisherra landsins, bannaði öll trúarbrögð í stjórnartíð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×