Enski boltinn

Framtíð Wengers skýrist í lok tímabilsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er sótt að Wenger í dag.
Það er sótt að Wenger í dag. vísir/getty
Margir stuðningsmenn Arsenal eru reiðir eftir að liðið var flengt af Bayern í Meistaradeildinni í gær og vilja stjórann, Arsene Wenger, burt frá félaginu.

Arsenal hefur nú þvertekið fyrir að Wenger verði látinn fara. Þess í stað verði tekin ákvörðun um framhaldið í lok tímabilsins.

Núverandi samningur Wenger við félagið rennur út í sumar en félagið var búið að bjóða honum samning. Það samningstilboð er enn á borðinu.

Hvort Wenger haldi áfram eða hætti verður sameiginleg ákvörðun félagsins og stjórans eftir því sem fram kemur á BBC.

Wenger hefur stýrt liði Arsenal síðan 1996 og þó svo hann hafi skilað góðum árangri vilja margir stuðningsmenn félagsins meira og hafa ekki trú á því að Wenger komist lengra með liðið.


Tengdar fréttir

Martröð Arsenal-liðsins í tölum

Arsenal er enn einu sinni á leiðinni út úr Meistaradeildinni í sextán liða úrslitum en það er nokkuð ljóst þótt að liðið eigi enn eftir heimaleikinn sinn.

Wenger: Erfitt að útskýra þetta

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsene Wenger, var að vonum daufur í dálkinn eftir að hans menn voru kjöldregnir af Bayern München á Allianz Arena í kvöld.

Slátrun á Allianz Arena | Sjáðu mörkin

Bayern München tók Arsenal í bakaríið þegar liðin mættust á Allianz Arena í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-1, Bayern í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×