Menning

Framtíð skops og morðin á Charlie Hebdo

Magnús Guðmundsson skrifar
Hugleikur Dagsson, höfundur með fókus á grín verður meðal frummælenda.
Hugleikur Dagsson, höfundur með fókus á grín verður meðal frummælenda. Vísir/GVA
Námsbraut í menningarfræði við HÍ stendur fyrir málþingi um framtíð skops í fjölmenningarsamfélagi: Langtímaáhrif morðanna á ritstjórn Charlie Hebdo. Málþingið verður haldið í Öskju á morgun og hefst klukkan 12.

Þrátt fyrir einhug um andspyrnu gegn ofbeldi og samstöðu um mikilvægi tjáningarfrelsis hafa morðin á ritstjórn Charlie Hebdo dregið fram ágreining um inntak háðsádeilu og mörk hins réttlætanlega í skopi. Umræðan vekur spurningar um hlutverk og beitingu háðs í opinberri umræðu.

Krefjast mannréttindi og grunngildi lýðræðis þess að háði sé stillt í hóf og að í skopi forðist fólk staðalmyndir og tilvísanir til kynþáttaeinkenna eða sérkenna af einhverju tagi?

Eru skoprit á borð við Charlie Hebdo útgáfur sem umburðarlyndi vestræns samfélags kemur í veg fyrir að séu bönnuð en fiska þó í gruggugu vatni fordóma og staðalmynda? Eða er þessu öfugt farið: Er háð grundvallarform andófs í samfélaginu?

Frummælendur verða Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði, Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, Hugleikur Dagsson höfundur og fundarstjóri Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×