Innlent

Framsýn: Kjararáð ákvarði laun aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar.
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. Vísir/Völundur

Stéttarfélagið Framsýn leggur til að kjararáð verði falið að meta launahækkanir til  aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda með sambærilegum hætti og því er ætlað varðandi helstu embættismenn þjóðarinnar.

Í ályktun frá stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins er skorað á Alþingi að „falla frá löngu úreltu kerfi sem byggir á því að þingið skammti minnihlutahópum í þjóðfélaginu launahækkanir sem eru langt frá því að vera í takt við almennar launahækkanir á íslenskum vinnumarkaði.“

Kjararáð ákveð nýlega að hækka laun þeirra emb­ætt­is­manna rík­is­ins sem heyra und­ir ráðið um 9,3 prósent.

„Þessar ríflegu launahækkanir eru langt umfram hækkanir á almenna vinnumarkaðinum og hjá opinberum starfsmönnum  innan Alþýðusambands Íslands sem hækka um 25.000 krónur á mánuði.“


Tengdar fréttir

Ráðherrar fá 100 þúsund króna hækkun

"Það er mikið óréttlæti fólgið í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um 9,3 prósent launahækkun þeirra sem heyra undir kjararáð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×