Innlent

Framsóknarmenn vilja ræða ESB áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forysta Framsóknarflokksins á flokksþinginu í dag.
Forysta Framsóknarflokksins á flokksþinginu í dag.
Tillaga um að slíta viðræðum við Evrópusambandið var felld á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer nú um helgina. Það er óhætt að segja að fundarmenn skiptist í tvær fylkingar varðandi þetta málefni því einungis fimm atkvæði skildu að. Alls greiddu 169 atkvæði gegn tillögunni en 164 greiddu atkvæði með henni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×