Innlent

Framsóknarmenn líklegastir til að búa í eigin húsnæði

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði lækkar lítillega á milli ára.
Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði lækkar lítillega á milli ára. vísir/vilhelm
Tæplega sjötíu prósent landsmanna búa í eigin húsnæði og rúm tuttugu prósent í leiguhúsnæði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði hefur lækkað lítillega frá árinu 2013, eða um þrjú prósent, að því er fram kemur í nýrri könnun MMR.

Nokkur munur var á stöðu fólks á húsnæðismarkaðnum eftir aldri og stjórnmálaskoðunum. Þeir sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn voru líklegri til að búa í eigin húsnæði en þeir sem sögðust styðja Bjarta framtíð og Pírata. Af þeims em tóku afstöðu og studdu Framsókn sögðust 83 prósent búa í eigin húsnæði, og 78 prósent þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem studdu Bjarta framtíð sögðust 53 prósent búa í eigin húsnæði og 54 prósent þeirra sem studdu Pírata.

Þá voru þeir í eldri aldurshópnum, 50 ára og eldri, líklegri til að búa í eigin húsnæði en þeir yngri. Þannig sögðust 94 prósent þeirra sem voru 50-67 ára búa í eigin húsnæði og 91 prósent 68 ára og eldri, borið saman við 77 prósent þeirra sem voru 30-49 ára og 28 prósent þeirra sem voru 18-29 ára.

Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust búa í leiguhúsnæði var mest áberandi að þeir sem voru í aldurshópnum 68 ára og eldri sögðust frekar telja að það væri mjög líklegt að þeir misstu leiguhúsnæðið sitt, samanborið við 4 prósent þeirra sem voru í öðrum aldurshópum.

Lesa má niðurstöður könnunarinnar í heild hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×