Innlent

Framsóknarflokkurinn ræður nýjan framkvæmdastjóra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einar Gunnar Einarsson
Einar Gunnar Einarsson
Einar Gunnar Einarsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Staðan hefur verið laus eftir að Hrólfur Ölvisson ákvað að stíga til hliðar í lok apríl.

Einar Gunnar er 46 ára að aldri og hefur starfað á skrifstofu Framsóknarflokksins frá árinu 2002, síðast sem skrifstofustjóri.

Hrólfur Ölvisson, forveri Einars Gunnars í starfi, vék úr starfi framkvæmdastjóra í lok apríl eftir umfjöllun um tengsl hans við aflandsfélög. Sagðist Hrólfur stíga til hliðar til að „koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Framsóknarflokkinn.“

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×