Körfubolti

Framlengingin í Körfuboltakvöldi: Hver er besti 15 mínútna maðurinn?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þátturinn í gær var skemmtilegur og umræðurnar fjörlegar.
Þátturinn í gær var skemmtilegur og umræðurnar fjörlegar. vísir/körfuboltakvöld
Framlengingin er uppáhalds liður margra í körfuboltaþættinum Domino’s körfuboltakvöld, en þar er nýafstaðinn umferð í Dominos-deild karla krufinn til mergjar.

Það var enginn nýjung í gær þegar þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson fóru yfir hlutina í framlengingunni, en Kjartan Atli Kjartansson stýrði þættinum að sinni alkunnu snilld.

Umræðuefnin voru hvort Skallagrím yrði áfram meðal þeirra bestu, hvaða þjálfari hafi staðið sig best hingað til, hvaða leikmaður sem spilar undir 15 mínútum að meðaltali í leik sé bestur og hvort Stjarnan og KR þyrftu að hafa áhyggjur eftir tap í nýafstaðinni umferð.

Þessar skemmtilegu umræður má sjá í sjónvarpsglugganum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×