Körfubolti

Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fyrsta umræðuefnið í hinum gríðarlega vinsæla dagskrárlið „Framlenging“ í lok Domino´s-Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi sneri að Keflavík og hvort Suðurnesjaliðið myndi ná fjórða sætinu í deildinni áður en yfir lýkur og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

„Nei. Ég held að þeir nái því ekki. Þeir eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Þór Þorlákshöfn og síðustu leikir þeirra liða eru þannig að bæði lið ná fjórum stigum í viðbót. Þá er þetta orðið alltof erfitt fyrir Keflavík. Keflavík þurfa að vinna rest því sex stig verða ekki nóg,“ sagði Kristinn Friðriksson.

Hermann Hauksson tók annar til máls og var nú ekki alveg nógu sáttur með svar Kristins þar sem hann sagði annað í jólaþættinum undir lok árs.

„Það þýðir ekkert að vera gefa eitthvað út í þættinum um jólin og bakka svo með allt núna,“ sagði Hermann og Kristinn svaraði að bragði: „Bakka, hvað ertu að tala um?“

„Þú sagðir að þeir myndu ná fjórða,“ sagði Hermann og Kristinn svaraði: „Ertu galinn?“

„Þú manst bara ekkert eftir því,“ sagði Hermann þá léttur en hann er ósammála Kristni.

„Ég held bara að Keflavík nái þessu. Það þarf ekkert að setja auka pressu á Keflavík því þeir gera það sjálfir en ég ætla að segja að Keflavík nái fjórða sætinu.“

Alla framlenginguna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×