Viðskipti innlent

Framleiðsluverð hækkar um 1,2 prósent

Stefán Árni Pálsson skrifar
Miðað við október 2013 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 6,5% en verðvísitala sjávarafurða hækkað um 4,1%.
Miðað við október 2013 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 6,5% en verðvísitala sjávarafurða hækkað um 4,1%.
Vísitala framleiðsluverðs í október 2014 var 214,6 stig og hækkaði um 1,2% frá september 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 263,9 stig, sem er hækkun um 2,0% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 222,7 stig, hækkaði um 0,7%.

Miðað við október 2013 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 6,5% en verðvísitala sjávarafurða hækkað um 4,1%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju hækkað um 12,1% og matvælaverð hefur hækkað um 0,9%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×