Viðskipti innlent

Framleiðsluverð hækkaði um 3,3 prósent

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Vísitala framleiðsluverðs í desember 2014 var 223,0 stig og hækkaði um 3,3 prósent frá nóvember 2014. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 273,5 stig, sem er hækkun um 2,1 prósent frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 237,6 stig, hækkaði um 6,5 prósent. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Vísitala fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 0,9 prósent milli mánaða og vísitala fyrir útfluttar afurðir hækkaði um 4,2 prósent. Þá hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 12,2 prósent, miðað við desember 2013, og verðvísitala sjávarafurða hækkað um 9,6 prósent. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju hækkað um 24,9 prósent og matvælaverð hefur hækkað um 1,1 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×