Viðskipti innlent

Framleiðslufyrirtæki Hross í oss gjaldþrota

Bjarki Ármannsson skrifar
Hross í oss var seld til fleiri en þrjátíu landa og hlaut um tuttugu verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.
Hross í oss var seld til fleiri en þrjátíu landa og hlaut um tuttugu verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Mynd/Norden.org
Framleiðslufyrirtækið Hrossabrestur ehf, sem framleiddi kvikmyndina Hross í oss, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið er í eigu Benedikts Erlingssonar, leikstjóra og handritshöfundar kvikmyndarinnar, og Friðriks Þórs Friðrikssonar, framleiðanda hennar.

Kvikmyndin var seld til fleiri en þrjátíu landa og hlaut um tuttugu verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Hér heima fyrir hlaut myndin sex Edduverðlaun, meðal annars fyrir bestu kvikmynd, og var valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna.

Í viðtali við Friðrik Þór árið 2014 kom fram að Hross í oss hefði samtals fengið yfir tíu milljónir króna í verðlaunafé, en um helmingur þess fjár rynni þó til dreifingaraðila. 


Tengdar fréttir

Verðlaunaféð komið yfir tíu milljónir

Kvikmyndin Hross í oss hefur unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum um víðan völl. Hún hefur þar með unnið nokkur vegleg peningaverðlaun.

Dræm aðsókn á íslenskar myndir

Tekjur af miðasölu íslenskra kvikmyndahúsa lækkuðu milli ára. Á sama tíma var slegið met í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×