Erlent

Framleiða risastóra Transformers

Linda Blöndal skrifar
Atvinnulausir bændur í Kína dóu ekki ráðalausir á dögunum. Nú sjóða þeir saman gamla bílparta og smíða risavaxin Transformers vélmenni.

Frumkvöðlarnir búa í Zhanqiu í miðju Shandong héraði í Austurhluta Kína og hafa lifibrauð sitt af smíðunum en borgin er frekar þekkt fyrir svört keramiklistaverk. Bændurnir búa til vélmennin í ýmsum stærðum en stærstu hafa orðið tólf metra há.

Erfiðast segja þeir að hafi verið að finna út hvernig hægt væri móta þrívíðar fígúrur með ekkert annað en tvívíðamynd af Transformer vélmenni á blaði sem fyrir mynd. Eftirspurnin er víða í Kína enda Transformers teiknimyndaögnurnar geysivinsælar og síðar kvikmyndaserían um vélmennin sem margir þekkja.

Wang Shijun, framkvæmdastjóri Zhanqiu Hongshang stálsmiðjunar sem framleiðir vélmennin segir segir að brotajárnið sé keypt sé af endurvinnslumörkuðum. Það taki um 10 til 15 daga að búa til stærstu vélmennin. Þau sem minni eru tekur einungis bara tvo til þrjá daga.  

Tuttugu manns vinna nú hjá Hangshang stálsmiðjunni og hefur velgengnin vakið upp samkeppni í öðrum þorpum í kring. Wang framkvæmdastjóri er þó hvergi banginn enda harla erfitt að endurgera snilldarsmíðina sem framleidd er auk þess sem hafin er vinnsla hjá stálsmiðjunni í  á hreyfanlegum Transformers risavélamennum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×