Innlent

Framkvæmdastjóri smábátaeigenda: Afstaða utanríkismálanefndar er skelfileg

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir afstöðu utanríkismálanefndar vera skelfileg tíðindi. Einhugur er um það í nefndinni að ekki eigi að hverfa frá stuðningi við viðskiptabannið. Örn segist gáttaður á því að utanríkismálanefnd átti sig ekki á alvöru málsins. „Þetta þykir mér mjög miður. Þetta eru svo miklir hagsmunir fyrir þjóðina að ég er gáttaður á því að þetta skuli vera niðurstaðan.“

Hann segir að þetta komi á versta tíma. Staðan sé sú að sjávarútvegurinn hafi enga aðra markaði í dag. Norðmönnum hafi verið sparkað út úr Rússlandi og þeir séu að sjálfsögðu búnir að vinna sína heimavinnu. Hann sjái það ekki fyrir sér að það verði varið milljörðum í að hjálpa fyrirtækjunum að markaðssetja aflann annars staðar. Hann segist ekki verða hissa þótt stjórnendur stærstu fyrirtækjanna sigli flotanum í land og setjist yfir málið með stjórnvöldum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×