Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Klak Innovit hringdi bjöllunni í New York

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Salóme Guðmundsdóttir telur ráðstefnuna hafa verið einstakt tækifæri til að kynna íslenskt sprotaumhverfi erlendis.
Salóme Guðmundsdóttir telur ráðstefnuna hafa verið einstakt tækifæri til að kynna íslenskt sprotaumhverfi erlendis.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, lokaði Nasdaq-markaðnum með bjölluhringingu í gær klukkan fjögur að íslenskum tíma.

Slush-ráðstefna fór fram í New York í gær og fyrradag og tók Klak Innovit þátt. Markmið ferðarinnar var að kynna norræna sprotasamfélagið betur á austurströnd Bandaríkjanna.

Á vef Kauphallarinnar er bent á að íbúafjöldi Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Íslands sé einungis 26 milljónir. Þó hafi orðið til fyrirtæki eins og Spotify, Candy Crush Saga og Angry Birds á Norður­löndunum.

Salóme Guðmundsdóttir telur að þessi ferð hafi verið einstakt tækifæri til að kynna íslenska sprotaumhverfið fyrir áhugasömum bandarískum fjárfestum og fjölmiðlum.

„Undanfarin ár sanna að það skiptir ekki máli hvort þú stofnar fyrirtækið þitt á litlum heimamarkaði eða stórum, góðar hugmyndir geta náð athygli erlendra fjárfesta,“ segir Salóme.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×