Handbolti

Framkonur höfðu betur í nágrannaslag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kristín Guðmundsdóttir var eins og oft áður í lykilhlutverki í sóknarleik Vals.
Kristín Guðmundsdóttir var eins og oft áður í lykilhlutverki í sóknarleik Vals. Vísir/Valli
Stefán Arnarson, fyrrum þjálfari Vals og núverandi þjálfari Fram, stýrði liði sínu til sigurs gegn sínu fyrrum félagi í gær í 22-19 sigri Fram í Reykjavíkurmóti kvenna.

Fram hafði undirtökin framan af í Vodafone-höllinni og leiddi 15-10 í hálfleik en Valskonur náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk í seinni hálfleik en lengra komust þær ekki og lauk leiknum með 22-19 sigri Fram.

Kristín Guðmundsdóttir var líkt og oft áður markahæst Valskvenna í leiknum með fimm mörk en í liði Fram voru það þær Guðrún Þóra Hálfdánardóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir sem voru atkvæðamestar með fjögur mörk hvor.

Mótinu lýkur annað kvöld með leik Fram og Fylkis í Safamýrinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×