Fótbolti

Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Donis Avdijaj í leik með Schalke.
Donis Avdijaj í leik með Schalke. Vísir/Getty
Landslið Kósóvó fékk góðar fréttir fyrir leikinn á móti Íslandi í undankeppni HM sem fer fram í kvöld.

Donis Avdijaj, hinn stórefnilegi framherji liðsins sem spilar með Schalke í Þýskalandi, er kominn með leikheimild og má því spila leikinn.

Avdijaj var eini leikmaðurinn í leikmannahópnum hjá Kósóvó sem var ekki kominn með leikheimild en Gazetaexpress hefur fengið það staðfest að Alþjóðaknattspyrnusambandið sé búið að gefa grænt ljós.

Það var framkvæmdastjóri knattspyrnusambands Kósóvó sem staðfesti það að skeytið væri komið frá FIFA.

Sjá einnig:Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild

Donis Avdijaj  á að baki leiki með yngri landsliðum Þýskalands, þar sem hann er fæddur og uppalinn, en ákvað árið 2014 að gefa frekar kost á sér í landslið Albaníu. En þegar Kósóvó fékk sitt eigið landslið vildi hann frekar spila með því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×