SUNNUDAGUR 22. JANÚAR NÝJAST 13:53

Styrkir tengingu mannanna viđ Birnu

FRÉTTIR

Framherji Sheffield United settur fyrirvaralaust í bann af eigin félagi

 
Enski boltinn
10:24 19. FEBRÚAR 2016
Baxter fagnar marki í leik međ Sheffield United.
Baxter fagnar marki í leik međ Sheffield United. VÍSIR/GETTY

Framherjinn Jose Baxter hefur verið settur í bann hjá enska B-deildarliðinu Sheffield United í annað skipti á níu mánuðum.

Baxter er fyrrum leikmaður Everton og var síðast settur í bann síðastliðið vor þegar hann alsæla greindist í lyfjaprófi hjá honum.

Ekki er vitað hvort að bannið nú tengist aftur eiturlyfjaneyslu en félagið birti stutta tilkynningu á heimasíðu sinni í morgun þar sem fram kemur að það muni ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Baxter var á sínum tíma yngsti leikmaður Everton frá upphafi þegar hann kom inn á í leik með aðalliði félagsins aðeins sextán ára. Hann gekk í raðir Sheffield United frá Oldham árið 2013 og hefur skorað 20 mörk í 93 deildarleikjum síðan þá.

Hann hélt fram sakleysi sínu í málinu sem kom upp í vor og sagði að lyfinu hefði verið laumað út í drykkinn sinn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Framherji Sheffield United settur fyrirvaralaust í bann af eigin félagi
Fara efst