Bíó og sjónvarp

Framhaldsmynd að Dazed & Confused í bígerð

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Dazed & Confused er sígild mynd sem ska
Dazed & Confused er sígild mynd sem ska Skjáskot úr myndinni
Bandaríski leikstjórinn Richard Linklater hefur haft nóg á sinni könnu undanfarið en hann hefur unnið staðfast að tveim stórmyndum seinustu tvo áratugi. Ein myndin, Boyhood, er lokamynd RIFF í ár en leikstjórinn fylgdi söguhetjunni í heil 15 ár.

Nú hefur komið fram á síðunni Indiewire að Linklater sé byrjaður að leita að leikurum fyrir óeiginlega framhaldsmynd að hinni sígildu gamanmynd Dazed & Confused, sem fjallar um síðasta árið í menntaskóla hjá hópi unglinga í heimabæ Linklaters, Austin í Texas á áttunda áratugnum.

Nýja myndin sem ber heitið That‘s What I‘m Talking About fjallar um hóp nýnema sem vill komast í hafnarboltaliðið, en þessi mynd á að gerast á níunda áratugnum. Samkvæmt síðunni Deadline eru leikararnir Blake Jenner úr Glee, Tyler Hoechlin úr Teen Wolf og Wyatt Russell úr 22 Jump Street rómaðir við hlutverk í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×