Viðskipti innlent

Framboð eigna á húsnæðismarkaði að þorna upp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
20 þúsund einstaklingar á aldrinum 20-29 ára búa nú í foreldrahúsum, um sex þúsund fleiri en fyrir tíu árum.
20 þúsund einstaklingar á aldrinum 20-29 ára búa nú í foreldrahúsum, um sex þúsund fleiri en fyrir tíu árum. Vísir/Vilhelm
Skýr merki er um að framboð eigna á húsnæðismarkaði séu að þorna upp. Mun færri eignir eru til sölu en vera ber að mati framkvæmdastjóra fjárstýringar Íbúðalánasjóðs.

Fjallað var um húsnæðismarkaðinn á fundi Íbúðalánasjóðs í gær og í máli Sigurðar Jóns Björnssonar, framkvæmdastjóra fjárstýringar Íbúðalánasjóðs, kom fram að eignir seljist oft á sýningardegi sem ekki geti talist eðlilegt ástand. Miðað við fjölda íbúða á landinu ættu um þrjú þúsund íbúðir að vera til sölu en talan sé nærri eitt þúsund.

Frá fundinum í gær.Vísir/Aðsend
Skýr merki séu því um að framboð eigna á húsnæðismarkaðis sé að þorna upp. Að mati Sigurðar gæti þetta verið merki um ofhitnun á húsnæðismarkaði og því ætti almenningur að stíga varlega til jarðar.

Á fundinum kom einnig fram að að 20 þúsund einstaklingar á aldrinum 20-29 ára búa nú í foreldrahúsum, um sex þúsund fleiri en fyrir tíu árum. Íbúðalánasjóður hefur samþykkt umsóknir um stofnframlög til uppbyggingar á 385 nýjum leiguheimilum í ellefu sveitarfélögum. Alls nema stofnframlögin um tveimur milljörðum króna.

Þau 385 leiguheimili sem Íbúðalánasjóður hefur samþykkt í fyrsta áfanga munu rísa í sveitarfélögunum Akranesi, Akureyri, Árborg, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Mýrdalshreppi, Reykjanesbæ, Reykjavík, Sandgerði, Sveitarfélaginu Hornafirði og Vestmannaeyjabæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×